top of page

Stúdíó Mynd tók til starfa árið 2011 og er staðsett á annarri hæð í Ármúla 19, 108 Reykjavík. Ljósmyndari Stúdíó Myndar er Sigrún Björk Einarsdóttir sem útskrifaðist árið 2009 frá Tækniskólanum í Reykjavík og lauk sveinsprófi í ljósmyndun árið 2010. 

 

Auk þess stundaði hún nám í margmiðlunarfræðum í Viborg í Danmörku og við Margmiðlunarskólann í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist sem margmiðlunarfræðingur 2007.

 

Boðið er upp á alhliða ljósmyndun, svo sem barna- og fjölskyldumyndir, fermingarmyndir, brúðkaupsmyndir, útskriftarmyndir, óléttumyndir, auglýsinga- og tískumyndir og passamyndir. Einnig er boðið upp á ýmsa grafíkvinnu, t.d. boðskort, nafnspjöld, afmælis- og tækifæriskort.

 

Um Stúdíó Mynd

bottom of page